Jafnréttis- og jafnlaunastefna Nordic Office of Architecture ehf.
Nordic Office of Architecture er góður og eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti starfsfólks og vellíðan er í fyrirrúmi. Starfsumhverfi skrifstofunnar er þægilegt og örvandi og er komið til móts við þarfir starfsfólks með góðri vinnuaðstöðu sem hentar öllum. Markmið jafnréttisstefnu Nordic Office of Architecture er að stuðla að jafnrétti kynja, jafnri stöðu og virðingu og koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns, þjóðernis, stöðu eða högum. Starfsfólk nýtur sömu tækifæra og sambærilegra réttinda og er kynbundin mismunun óheimil í hvaða formi sem hún birtist. Einelti, ofbeldi, kynbundin eða kynferðisleg áreitni er ekki liðin hjá Nordic Office of Architecture.
Við ráðningar starfsfólks er lögð áhersla á að fá til starfa hæfa, drífandi og árangursmiðaða einstaklinga.
Gerðar eru hæfni- og starfslýsingar þar sem hlutverk og ábyrgð starfsfólks eru skýr.
Allt starfsfólk skal njóta sömu möguleika til endurmenntunar, starfsþjálfunar og sækja námskeið til að efla sig í starfi.
Nordic Office of Architecture er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem starfsfólk getur samræmt vinnu og einkalíf.
Jafnréttisstefna þessi er byggð á lögum um jafna stöðu og rétt kynja nr. 150/220 og lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Jafnréttisstefna Nordic Office of Architecture
Jafnréttisstefna þessi nær til alls starfsfólks Nordic Office of Architecture. Starfsfólk er það sem hefur gildandi ráðningarsamning við fyrirtækið. Stjórnendur bera ábyrgð á framgangi jafnréttismála í samræmi við þessa áætlun, en endanleg ábyrgð liggur hjá framkvæmdastjóra.
- Allt starfsfólk Nordic Office of Architecture skal njóta sambærilegra kjara og réttinda fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Ákvarðanir um laun og annað sem hefur áhrif á kjör skulu byggja á málefnalegum forsendum, algjörlega óháð kyni eða öðrum þáttum ótengdum faglegri hæfni.
- Áhersla er lögð á samræmingu vinnu og einkalífs starfsfólks, meðal annars með sveigjanlegum vinnutíma. Nordic Office of Architecture leggur áherslu á gagnkvæman sveigjanleika varðandi starf og starfsumhverfi þar sem það er mögulegt. Slíkur sveigjanleiki byggist á nánu samstarfi og gagnkvæmu trausti milli starfsfólks og stjórnenda.
- Starfsfólk af öllum kynjum skulu eiga jafnan aðgang að þjálfun og endurmenntun.
- Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og kynbundin áreitni eru ekki liðin hjá Nordic Office of Architecture.
- Nordic Office of Architecture leggur áherslu á að menning vinnustaðarins sé slík að öllum líði vel á vinnustaðnum og að fjölbreytni starfsfólks fái að njóta sín.
Aðgerðir
Launastefna Nordic Office of Architecture byggir á því að starfsfólk njóti sambærilegra kjara og réttinda fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Við ákvörðun launa og annarra kjara starfsfólks er tekið mið af menntun, reynslu, frammistöðu og ábyrgð sem fylgir hverri stöðu, óháð kyni. Launakjör starfsfólks eru yfirfarin árlega með hliðsjón af ofantöldum atriðum og leiðrétt ef þörf er á.
Jafnlaunastefna
Það er stefna Nordic Office of Architecture að greiða samkeppnishæf laun. Við ákvörðun launa skal horft til menntunar, ábyrgðar og árangurs og ætíð gætt að jafnréttissjónarmiðum. Allt starfsfólk skal njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Til að framfylgja jafnlaunastefnu Nordic Office of Architecture skuldbindur fyrirtækið sig til að innleiða, skjalfesta og viðhalda vottuðu jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmri við kröfur jafnlaunastaðlsins ÍST 85 og ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar. Fyrirtækið hefur innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Markmið Nordic Office of Architecture er að standa framarlega á sínu sviði, vera eftirsóttur vinnustaður og að öll kyn hafi jöfn tækifæri í starfi.
Til að ná markmiði sínu mun Nordic Office of Architecture:
- Innleiða jafnlaunavottun í samræmi við lög nr. 150/220 um jafna stöðu og rétt kynja, sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST85, það skjalfest og viðhaldið.
- Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki árlega.
- Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
- Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
- Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem eru í gildi á hverjum tíma og staðfesta á fundi að stefnan fylgi lögum.
- Kynna stefnuna árlega fyrir starfsfólki sínu. Stefnan skal einnig vera aðgengileg almenningi á heimasíðu fyrirtækisins.
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi Nordic Office of Architecture. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt.
Fjármálastjóri er tilnefndur fulltrúi stjórnar varðandi jafnlaunakerfi og er ábygur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85.
Jafnréttis- og jafnlaunastefna Nordic Office of Architecture ehf skal endurskoðuð á a.m.k. tveggja ára fresti.
Reykjavík 16. febrúar 2023
Halldóra Vífilsdóttir, framkvæmdastjóri